BíódagarToronto International Film Festival, eða TIFF, var haldin hátíðleg nýlega. Við vorum svo lánsöm hér hjá Trickshot að fá að vinna í hvorki meira né minna en þremur kvikmyndum sem rötuðu til Kanada á þessa virðulegu hátíð. Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar og framleidd af Mystery, Of Good Report, suður-afrísk kvikmynd í leikstjórn Jahmil X.T. Qubeka og síðast en ekki síst This Is Sanlitun eftir Róbert I. Douglas - en hún var einnig opnunarmynd Reykjavík International Film Festival, eða RIFF.

Við höfum einnig bætt við okkur í mannskap og aðstöðu, en hinn margreyndi hljóðmaður Nick Cathcart-Jones er nú hluti af klíkunni okkar og erum við búin að setja upp frábæra aðstöðu til að hljóðvinna og hljóðblanda í 5.1 surround. Við erum ánægð með þessa frábæru viðbót.

Við erum, að vanda, til í flest. Vertu í sambandi ef við getum eitthvað gert fyrir þig!


Nokkur nýleg verkefni


Stacks Image 406
This Is Sanlitun
Stacks Image 411
Of Good Report
Stacks Image 416
Metalhead